Lifandi líknardráp

Eins og nafnið gefur eflaust smá til kynna þá verður þessi bakþanki eilítið þunglyndislegur. Eitthvað sem á ensku myndi kallast ‚dark‘. Rétt er að taka fram að þessi skrif fjalla að miklu leiti um sjálfsskaða og gæti það verið ‚triggerandi‘ fyrir suma.

Ég ætla að gefa ykkur smá hugsunartilraun (e. thought experiment). Ýmindaðu þér að þú lifir í heimi þar sem allir hafa takka til að binda enda á líf sitt. Með einum takka deyrðu, þá og þar, friðsamlega og án alls sársauka. Hnappurinn væri einhvern veginn alltaf tengdur við þig, hann væri alltaf til taks og á þinni persónu. Takkinn og allt hans kerfi væri vel aðgengilegt, til dæmis er takkinn á kefli svo það sé hægt að ýta á hann auðveldlega með einum þumalfingri.

Þessi takki, hvernig sem hann lítur í þinni hugsun, er aldrei fyrir en hann birtist í hendinni þinni þegar þú kallar eftir honum með einhverri ákveðinni handahreyfingu. Mikilvægt er að taka fram að þessi takki er ekki það eina sem drepur þig, þú getur ennþá dáið úr elli og þú getur ennþá blætt út eða fengið krabbamein og allt svoleiðis.

Ígrundaðu þennan heim aðeins eins og þetta sé veruleikinn. Hverjar yrðu afleiðingarnar? Hvenær myndir þú ýta á takkann og hvenær ekki? Ég skal bæta smá í þessa hugsunartilraun ef þess skyldi þurfa.

Þú verður fyrir skotárás úti á götu. Þú liggur núna í þínum eigin blóðpolli á köldu malbikinu klukkan hálf fjögur að nóttu til og þú emjar af sársauka. Í þessum aðstæðum og í þessum heimi, hvað gerir þú? Ýtir þú á takkann og endar þjáningar þínar ásamt lífinu þínu eða tekur þú sénsinn á því að fá læknisaðstoð í tækar tíð?

Ef þessi hugsunartilraun er nú þegar ekki að valda heilabrotum, þá ætti þetta að hjálpa;

Ýmindaðu þér að þú ert á mjög dimmum stað andlega og þú hefur verið það í nokkurn tíma. Þunglyndi þitt er í sögulegu hámarki og er þú situr í keng út í horni grátandi, tekur þú takkann þinn, heldur þéttingsfast um hann og íhugar að binda enda á þetta allt saman.

Þú vilt drepa þig. Þú strýkur rauða hnappinum með þumalfingri og kreistir allt í hendinni. Þú byrjar að skjálfa, þumalfingur þinn virðist ekki vilja ýta á hnappinn. Að lokum eftir bardaga líkamans og heilans, þá vinnur líkaminn og þú sleppir takkanum og þú klárar að gráta án þess að vilja ýta á takkann.

Spólum núna aðeins áfram og eftir nokkra mánuði/vikur ertu ánægður, þú ert sáttur. Þú liggur við hliðina á ástinni lífi þínu, þið eruð að kúra. Þér líður vel. Þú vilt líða svona að eilífu. Þú byrjar að brosa. Þér finnst eins og ekkert geti haft neikvæð áhrif á þig, ekkert getur komið þér úr jafnvægi. Þú ert þakklátur fyrir lífið, fyrir þessa ánægjutilfinningu. Þú ert þakklátur fyrir fallegu og mögnuðu konuna sem er við hliðina á þér. Þú ert þakklátur fyrir lífið, fyrir allt. Þú hugsar um lágpunktana sem þú hefur lent í, þú manst hjólförin sem þú varst í fyrir nokkrum mánuðum/vikum.

Þú ert þakklátur fyrir að vera ekki lengur á þessum stað andlega. Þú byrjar að gráta, af hamingju, af ánægju, af þakklæti. Þú ert þakklátur fyrir líf þitt eins og það er og þú vilt aldrei að það breytist, þú vilt ekki eiga á hættu að það versni. Þú tekur upp takkann þinn og heldur honum þétt í hendinni, þú grætur enn og út af sömu ástæðum og áður. Þú ert ekki leiður yfir því að hamingjan sé að fara hætta af því þú ert ánægður með að það hafi gerst. Þú ert þakklátur fyrir að það hafi gerst. Og með þá hugsun í fyrrúmi ýtirðu á takkann. Þú ýtir á takkann og þú deyrð. Þú deyrð, glaður og ánægður maður.

Var það þess virði? Var eitthvað af því þess virði? Hefðir þú átt að halda áfram að lifa? Ættir þú að hafa drepið sjálfan þig á lágpunktinum í lífi þínu eða hefðirðu verið að drepa þig of seint?

 

Þessi hugsunartilraun varð til við mína ígrundun á setningu sem heimspekingurinn Emil Cioran setti fram; „Það er ekki þess virði að nenna að drepa þig þar sem þú drepur þig alltaf of seint.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband