Svart og hvítt

Ég var í sakleysi mínu að horfa á sjónvarpið í afþreyingar herbergi sem finnst heima hjá mér. Inni í þessu herbergi er allskonar afþreying eins og Playstation leikjatölva, bækur, spil, píluspjald og margt fleira.

Ég sat andspænis sjónvarpinu í sófanum og var að borða mexíkóska grýtu á meðan augun gleyptu sjónvarpsefnið. Milli þess sem ég tók bita af matnum þá lá hann á disk sem lá á litlu ferköntuðu borði. Þetta var nýkeypt borð á þessum tíma, hann pabbi minn hafði verið sendur í IKEA ferð til að kaupa svona borð.

Móðir mín hafði ekki séð nýja borðið á þeim tíma sem ég byrjaði að horfa á sjónvarpið, hún kom hinsvegar heim á meðan áhorfinu stóð og sá þá borðið sem pabbi hefði keypt. Þegar mamma sá borðið atvikaðist samtal milli mömmu og pabba sem vakti mikla athygli af minni hálfu. Samtalið var sem eftirfarandi:

            Mamma: Kristinn!

Kristinn er pabbi minn, mamma var sum sé að kalla á pabba minn sem kom eins og kallaður.

            Mamma: Þú tókst vitlaust borð.

            Pabbi: Hvað meinarðu? það eru ekki til mörg borð

            Mamma: Já þér tókst samt að taka vitlaust borð

            Pabbi: Það var bara annaðhvort svart eða hvítt borð.

            Mamma: Já það var til líka svona háglans svart borð en þú tókst svona mattað, þetta             er miklu flottara!

            Pabbi: Af hverju sagðirðu þá að ég hafði tekið vitlaust borð?

            Mamma: Þú tókst vitlaust borð miðað við það sem ég hélt að við ætluðum að taka

            Pabbi: Ég sá bara svart og hvítt...

 

Þetta samtal þótti mér afar merkilegt! Það sem var fyrir pabba svart og hvítt var fyrir mömmu margvísleg og margskipt ákvörðun.

En það áhugaverða í þessu var í raun tvíþætt. Það vakti ekki bara áhuga minn hvernig sama ákvörðun getur verið margþætt fyrir einn en svart og hvítt fyrir annan.

Það sem vakti einnig áhuga minn var sá partur samræðunnar þar sem mamma segir að borðið sem pabbi tók vitlaust hafi verið betra en það sem hann hafði átt að taka. Mér finnst það merkilegt nokk að það sé talin vitlaus ákvörðun að taka betri ákvörðun bara af því það var ekki ákvörðunin sem var upprunalega ætlað að taka.

Sama hvort það sé einhver annar að segja þér að gera eitthvað eða bara þín gamla skoðun þá skaltu ekki leyfa því að halda þér aftur ef þú vilt taka aðra ákvörðun. Ekki vera hræddur um að taka aðra ákvörðun en ætlunin var ef þér finnst hún betri. Kannski kemur það í bakið á þér seinna en kannski reynist það betri ákvörðun, eða kannski bæði, kannski er það ekki svona svart og hvítt.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband