Fullkomin ófullkomnun

Það er ekkert í lífinu fullkomið. Það er ekkert í þessu lífi sem með réttu má teljast fullkomið. Ég, þú, hundurinn minn, húsið þitt, ekkert af þessu er fullkomið. Öll höfum við okkar veikleika og það á líka við um dýr og dauða hluti.

Það er ekkert í lífinu fullkomið, og það er fullkomið.

Þessi skoðun er sameiginleg meðal margra heimspekinga, einn sá þekktasti af þeim er sennilega hinn merki Slavoj Zizek. En það skal ekki taka af því að þessi bakþanki er minn bakþanki og mínar hugsanir um málefnið. Þó ég hafi heyrt og lesið hugsanir Zizek þá tel ég mig alls ekki nógu öruggan í það að segja hvað hann meinar. Þetta er einungis mín túlkun.

Fullkomnun er lygi, uppspuni svo við fáum samhengið. Þetta er mikilvæg lygi, frá þessum lyga kemur ástin. Ef þú ert með fullkomnun þá ertu með óspennandi og óskrifað blað. Ef þú værir fullkominn þá værir þú ekkert spennandi. Það myndi enginn hugsa „Guð minn almáttugur, hann er fullkominn“ heldur myndi fólk sennilega ekki hugsa neitt sérstakt. Það væri ekkert athugavert við þig. Þú værir bara „bleh“.

En þessi blekking um fullkomnun er mikilvæg, líkt og kom fram. Sú blekking að fullkomnun sé möguleg er það sem gerir eitthvað fullkomið. Um leið og við sjáum einhvern sem hefur einhverja veikleika þá hugsum við kannski „hann er næstum því fullkominn“. Við myndum kannski hugsa „Hann væri fullkominn bara ef...“ en það er út af þessu samhengi sem við höfum eftir að hafa blekkt okkur um að fullkomnun sé til.

Þessir veikleikar sem við sjáum eru í raun bara eiginleikar. Þetta eru þeir eiginleikar sem við föllum fyrir þegar við erum hrifin af einhverjum. Við föllum fyrir þeirri ýmind að einhver gæti verið fullkominn. Þetta hljómar kannski ekki vel en þetta er í raun svo fallegt.

Við elskum ekki þrátt fyrir, við elskum afþví. Við elskum ekki þrátt fyrir hina og þessa veikleika heldur elskum við út af hinum og þessum eiginleikum.

Það er ekkert í lífinu fullkomið, og það er fullkomið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband